Einstaklingsmiðuð nálgun og notendastýrð þjónustu eru lykilverkfæri félagsráðgjafanna sem leggja höfuðáherslu á að hlusta, ræða við og skilja einstaklingana sem til þeirra leita og vinna með þeim á forsendum þeirra sjálfra. Auk þess að veita ráð og efnislega aðstoð benda félagsráðgjafarnir fólki á úrræði í samfélaginu sem kunna að gagnast því við að takast á við erfiðar aðstæður.
Meginmarkmið með aðstoð í neyðartilfellum er að grunnþörfum fólks sé mætt, að fjárhagslegir erfiðleikar ógni ekki heilsu fólks og takmarki ekki möguleika barna og unglinga til að taka þátt í samfélaginu. Aðstoðinni er ætlað að svara skyndilegri neyð enda er það skylda stjórnvalda að tryggja framfærslu fólks í félagslegum vanda þannig að það fái lifað mannsæmandi lífi til lengri tíma. Meginreglan er sú að lögheimilisforeldar geta ekki sótt um neyðaraðstoð þá mánuði sem barnabætur eru greiddar út.
Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað fyrir aðstoð.