Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

Merkið okkar

Merki Hjálparstarfs kirkjunnar er kross, fiskur og skál. Krossinn er þungamiðja merkisins. Fiskurinn sem er honum samofinn er eitt af elstu táknum kristinna manna. Á grísku er orðið fiskur stafað IKÞYS; Það er einnig skammstöfun á orðunum Jesús Kristur Guðs Son Frelsari. Fiskurinn er því frá öndverðu tákn um Krist sem frelsara mannanna. Að auki vísar fiskurinn á kraftaverkið sem guðspjöllin greina frá er Jesús mettar mannfjöldann með fimm brauðum og tveimur fiskum. Fiskurinn á merki Hjálparstarfsins er þá einnig tákn um viðleitni stofnunarinnar að gefa hungruðum heimi fæðu og þeirri hugsun tilheyrir einnig skálin sem undirstrikar merkið. Hönnuður merkisins er Gísli B. Björnsson.

Að fengnu leyfi Hjálparstarfsins getur þú náð í merki stofnunarinnar hér í mismunandi sniðum:

Merki Hjálparstarfs kirkjunnar Merki Hjálparstarfs kirkjunnar
PDF Photoshop