Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?

 

Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar

Öðruvísi gjöf

Í gjafaverslun Hjálparstarfs kirkjunnar www.gjofsemgefur.is færðu vörur sem þú færð hvergi annars staðar. Þú færð gjafir sem móttakandinn hér heima gleðst yfir og sá sem fær andvirði hennar, einhvers staðar úti í heimi - nú eða hér heima, verður enn kátari. Því hvort sem það eru hænur, heilt hús fyrir munaðarlaus börn eða hjálp til að komast á sumarnámskeið, þá eru það gjafir sem geta umbreytt lífinu fyrir fátækt fólk.

Unnið með fólki

Hjálparstarf kirkjunnar hjálpar þar sem þörfin er mest. Erlendis erum við alltaf í samstarfi við fólk, kirkjur og samtök á hverjum stað. Það fólk þekkir best vandann sem glímt er við og leiðir til að leysa hann. Okkar hugmyndum og lausnum er ekki þröngvað uppá fólk og þess vegna eru allar gjafirnar sem þú getur keypt hér, eitthvað sem örugglega vantar og örugglega kemur að gagni. Hér heima fara allir umsækjendur um aðstoð í viðtal til félagsráðgjafa svo hægt er að sjá hvaða aðstoð kemur best að gagni. Pokinn er ekki bara réttur yfir borðið.

Hvert fer peningurinn minn?

Þú velur gjöfina og ákveður þannig í hvað peningarnir þínir fara. Andvirði þinnar gjafar fer í að kaupa það sem þú biður um. En til þess að áhugi okkar hér heima verði ekki þörfinni úti, yfirsterkari, höfum við sett gjafirnar saman í flokka. Þannig er hægt að hafa nauðsynlegan sveigjanleika í stuðningi okkar við þá sem þurfa á hjálp okkar að halda. Þú sérð m.a. á litakóðanum á gjöfunum að þeim er skipt í fjóra flokka.

1. Börn styrkt til náms

2. Vatn og heilsa – grunnur að öllu öðru

3. Húsdýr, öflugri jarðrækt og umhverfisvernd

4. Ungmenni læra til að tryggja betur framtíð sína

 

Ef þú kaupir geit geturðu verið viss um að peningurinn fer beint í húsdýra- og jarðræktarverkefni okkar. Þegar allir sem eiga að fá geitur hafa fengið hana fær næsti t.d. jarðræktaráhöld og fræ. Eins ef þú kaupir vatn þá veistu að fyrir þína peninga verður fólki útvegað hreint vatn eða annað það sem stuðlar að betri heilsu þess. Við gröfum brunna og vatnsþrær og setjum upp vatnstanka. En þegar því er lokið samkvæmt áætlun hvers árs, fara peningarnir í fótstignar pumpur til að dæla vatni á akra, fræðslu um hreinlæti, smitleiðir og heilsu og t.d. smokka eða námskeið gegn heimilisofbeldi. Allt innan flokksins Vatn og heilsa. Með þessu móti gefur þú gjafir sem þú vilt gefa og gjafir sem fólk vantar - hvort sem er erlendis eða hér heima.

 

 

Dæmi um gjafabréf