Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Fyrir vefsíðuna
Viltu senda
minningarkort?

Aðgangur að hreinu vatni og bætt lífsskilyrði í Jijiga í Austur-Eþíópíu

vatn í Eþíópíu krakkar pumpa

Þrátt fyrir hagvöxt undanfarin ár er Eþíópía númer 173 af 207 ríkjum og landsvæðum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna árið 2014 á meðan Ísland er í þrettánda sæti. Íbúar Eþíópíu telja um 90 milljónir en 80% þeirra búa í dreifbýli og hafa lífsviðurværi af landbúnaði sem háður er takmarkaðri úrkomu. Sómalífylki með um fimm milljónir íbúa er eitt hrjóstrugasta og fátækasta fylki Eþíópíu. Í Jijigahéraði í Sómalífylki búa um 323.000 íbúar, langflestir af Sómalíættflokki sem eru múslimar.

Samkvæmt IRIN, fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna, höfðu um 95% þeirra sem búa í þéttbýli í Eþíópíu aðgang að hreinu vatni árið 2011. Hins vegar höfðu þá aðeins 42% íbúa í dreifbýli aðgang að hreinu vatni sem þýðir að 42 milljónir íbúa njóta ekki þessarra grundvallarmannréttinda. Vopnuð átök og óstöðugleiki í nágrannalöndum hafa haft í för með sér að fólk hefur flúið yfir landamæri til Eþíópíu og það hefur haft áhrif á efnahag landsins. 

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar um tryggara lífsviðurværi íbúa í Jijigahéraði hófst í nóvember 2007. Samstarfs- og framkvæmdaraðili er Lúterska heimssambandið og Eþíópíska evangelíska Mekane Yesus-kirkjan. Verkefnið var þróað í nánu samstarfi við íbúa og opinbera aðila í héraðinu. Það hefur skipt miklu um góðan framgang verkefnisins og byggt upp þekkingu á staðnum.

Markmið verkefnisins er að bæta lífsskilyrði um 35.000 íbúa sem búa við sára fátækt í 14 kebeleum eða þorpum. Undirmarkmið verkefnisins eru sex og varða aðgang að vatni, jarðrækt, réttindi og valdeflingu kvenna, heilsufar, menntun barna og samvinnu við stjórnvöld. 

  1. Að tryggja íbúum aðgang að hreinu vatni til neyslu, ræktunar og skepnuhalds
  2. Að styrkja landbúnað; jarð- og búfjárrækt og vernda auðlindir
  3. Að auka völd og áhrif kvenna
  4. Að stuðla að bættri heilsu íbúa og vinna að forvörnum gegn HIVsmiti
  5. Að stuðla að menntun barna
  6. Að styrkja leiðtoga og opinbera starfsmenn til að veita þjónustu