Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Söfnun fyrir Haítí í fullum gangi 13.04.2010

Uppbyggingarstarf á Haítí er í fullum gangi. Samkvæmt upplýsingum frá ACT Alliance, Alþjóða hjálparstarfi kirkna, hafa 80% heimilislausra (1.2 milljónir manna) fengið nauðsynlegt byggingarefni til að koma sér upp bráðabirgða húsnæði. Verið er að undirbúa 7.400 hektara land norðan við höfuðborgina Port-au-Prince fyrir þá sem þurfa tímabundna búsetu á nýju svæði. Tæplega 5000 salerni hafa verið reist í 651 búðum heimilislausra í Port-au-Prince, Jacmel, Gressier, Leogane og víðar. ACT-aðilar dreifa um 100.000 lítrum af vatni á dag. Skipulagt hefur verið starf þar sem þjálfað fólk sinnir börnum í gegnum barnamiðstöðvar þar sem rætt er við þau, farið í leiki og myndmennt notuð til að hjálpa þeim að tjá erfiða reynslu sína og vinna úr henni.  Vilt þú gefa von við erfiðar aðstæður? Þú getur lagt lið með því að greiða valgreiðslu í heimabankanum þínum, leggja inn á reikning 334-26-886, kt. 450670-0499 eða hringja í söfnunarsíma 907 2003, hvert símtal gefur 2.500 krónur. Takk fyrir stuðninginn!

Til baka