Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
ACT Alliance – ein stærstu alheimssamtök í mannúðaraðstoð 23.03.2010

Hvort sem neyðin er á Haíti, í Eþíópíu, Pakistan eða Austur-Evrópu er kirkjan þar að störfum. Fyrst þarf að bjarga lífi og vernda líf – síðan tekur við uppbygging og þróun. Nú hefur ACT Alliance verið hleypt af stokkunum til að samræma þetta tvennt. Gríðarleg þekking og reynsla býr með ACT-aðilum. ACT hefur þann styrk að byggja á staðarfólki – með viðbótarþekkingu og mannafla frá öðrum ACT-aðilum. Það sést best á Haítí nú. Hjálparstarf er flókið og sérhæft og það endurspegla gæðastaðlar, siðareglur og vinnuferlar sem ACT fylgir. Byggt er á rétti fólks til mannsæmandi lífs, jafnræði og vernd gegn obeldi og kúgun; af hendi hvers sem er. Starfsfólk er faglegt í vinnu sinni og meðvitað um mögulega bresti og hefur því klár viðbrögð við þeim.

Hjálpar fólki betur
„Með sameiningunni í ACT Alliance, getum við samþætt neyðar- og þróunarhjálp og tekið okkur enn sterkari stöðu með hinum fátæku” sagði Sambíumaðurinn John Nduna framkvæmdastjóri þess arms sem var ACT - neyðarhjálp kirkna og Hjálparstarf kirkjunnar var aðili að. Nær öll neyðarhjálp Hjálparstarfsins fór í gegnum hana. Samhliða henni starfaði ACT –þróunarhjálp kirkna. En „nú blása vindar breytinga” sagði Lisa Henry frá Hjálparstarfi dönsku kirkjunnar sem er öflugur ACT-aðili. „Sameinuð erum við enn sterkari og betur í stakk búin til að mæta þörfum fólks um allan heim.”

150 aðilar með rætur í  hverri byggð
Með ACT Alliance urðu til ein stærstu mannúðar- og þróunarsamtök heims með nær 150 aðila; kirkjur og kirkjutengdar stofnanir og samtök. Heildarfjárhagsáætlun ACT Alliance fyrir árið 2010 verða 183 milljarðar íslenskra króna. ACT Alliance er mikilvægur farvegur fyrir Hjálparstarfs kirkjunnar.

Á þessu frábæra myndbandi sem hér fylgir er því lýst á myndrænan hátt hvernig ACT-netið starfar – áherslunni á samstöðu og fjölbreytni: http://bit.ly/duwxhO

Til baka