Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Farðu í klósettröðina! 17.03.2010

Vatnsgæði metin

Strákur þvær sér í heimatilbúnum krana sem er hluti af verkefni Hk í Malaví. Vatnsgæði eru mikilvæg í allri vatnsnotkun. Þau hafa áhrif á heilbrigði fólks  velferð samfélags, matvælaframleiðslu, efnahagslíf, heilbrigði umhverfisins og fjölbreytileika lífríkisins. Því eru vatnsgæði góður mælikvarði á fátækt, auð og menntunarstig. Svo fer eftir því í hvað á að nota vatnið hversu mikilvæg gæðin eru. En hvar og hvernig sem vatnið er notað fer það á endanum aftur út í náttúrulega hringrás vatnsins – og yfirleitt óhreinsað. Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Um allan heim fara vatnsgæði þverrandi, að mestu af manna völdum. Þar gegna mannfjölgun, hröð fjölgun íbúa í borgum, ný efni í iðnaði og fleiri lykilþættir stóru hlutverki. Loftslagsbreytingar vegna hlýnunar jarðar munu einnig hafa mikil áhrif á vatnsgæði. Litlar upplýsingar eru til um gæði vatns og eftirlit með því er lítið. Einnig er þekking á náttúrulegum mengunarefnum lítil. Stofnanir á sviði vatnsmála eru máttlitlar og samræmdar aðgerðir gegn mengun vatns vantar.

Nánar má lesa um þetta á http://www.unwater.org/worldwaterday/faqs.html en efni hér á síðunni er þýtt þaðan.

Áhrif fólksfjölgunar og iðnaðar á vatnsgæði

Hnignun vatnsgæða verður mikil þegar dreifikerfi ráða ekki við þörfina og notað vatn og úrgangur allskonar er látinn flæða beint út í umhverfið. Smám saman lekur þetta vatn niður í jörðina og mengar grunnvatn. Vatnsdreifikerfi eru dýr og víða ráða lönd ekkert við að þróa þau í samræmi við fjölgun íbúa. Stjórn á vatnsauðlindinni er því að verða eitt mesta alþjóðlega vandamál sem heimurinn glímir við.  Auk þess veldur síaukin landbúnaðar- og iðnaðarframleiðsla nýrri og nýrri tegund mengunar sem erfitt er að taka á.

Förgun er víða í ólestri. Alls kyns úrgangur blandast yfirborðsvatni sem seytlar ofan í jarðveg og mengar grunnvatn. Eitt af mörgu sem hefur áhrif á vatnsgæði er lífrænn úrgangur, vírusar í frárennsli frá fólki og dýrum, affall frá landbúnaðarframleiðslu ofl. Slíkur úrgangur veldur súrefnisskorti í vötnum, selta verður of mikil vegna áveitna, þungmálmar valda skaða, svo og olíumengun og gerviefni eins og plast og skordýraeitur. Við þetta bætast úrgangur frá lyfjum og hormónum sem fólk notar og geislavirk efni. Farið gæði vatns niður fyrir ákveðin mörk getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar s.s. með vexti þörunga sem eyða súrefni og drepa allt líf á svæðinu.

Áhrif loftslagsbreytinga á vatnsgæði

Loftslagsbreytingar, sérstaklega hærra hitastig og breytingar á hringrás vatns sem birtast í þurrkum og flóðum munu hafa áhrif á vatnsgæði. Þær munu auka vatnsmengun af völdum lífrænna efna, sóttkveikja, eiturs, salts og heits vatns t.d. frá iðnaði. Hækkun sjávarmáls mun hafa þau áhrif að grunnvatn nærri ströndum mun verða salt svo og árósar sem fólk hefur hingað til getað sótt í ferskvatn. Mikil þörf er á að safna upplýsingum svo taka megi skynsamlegar ákvarðanir um aðgerðir. Upplýsingar sem liggja fyrir nú eru of veigalitlar.

Hvernig á að viðhalda vatnsgæðum – hvernig er hægt að hreinsa og endurskapa?

Best er að menga sem minnst. Forvarnir eru því mikilvægastar til að viðhalda vatnsgæðum. Hinar leiðirnar eru að hreinsa og endurskapa aðstæður sem viðhalda vatnsgæðum. Það þýðir yfirleitt að endurskapa allt lífríkið sem tengist vatninu. Hvort tveggja er yfirleitt mjög kostnaðarsamt. Vatnshreinsun er hins vegar innbyggð í heilbrigða náttúru. Næringarefni færast til og umbreytast, aur og set sest og efni eru brotin niður. Votlendi til dæmis getur síað burt mikið af næringarefnum og eitruðum efnum. En slík vatnskerfi velta á ákveðnum lágmarksgæðum vatns sem um þau fer.

Áhrif vatnsgæða á líf manna

Brunnur í verkefni Hk í Malaví. Hver manneskja þarf 20-30 lítra af hreinu vatni á dag til drykkjar og hreinlætis. Þörfin eykst um annað eins ef böð og eldhúsnotkun er tekin með. Í fátækum löndum þar sem vatnsdreifikerfi eru lélegt og lek og of afkastalítið og rusl er ekki fjarlægt, mengast drykkjarvatn og veldur sjúkdómum og dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir 4 milljarða niðurgangstilfella tengjast ónógum aðgangi að vatni.  1,7 milljón manna deyr á ári hverju vegna niðurgangs, mest börn undir 5 ára aldri. Þrátt fyrir umbætur og betri aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu frá árinu 1990 er enn 1,1 milljarður manna sem fær ekki hreint vatn til neyslu og 2,6 milljarðar manna sem komast ekki á klósett þar sem úrgangi er fargað á réttan hátt.

Alþjóðlegir samningar um vatnsgæði

Engir alþjóðlegir samningar eru í gildi um að vernda vatnsauðlindir fyrir mengun þar sem þetta er álitið verkefni hvers ríkis fyrir sig. Mikilvægi þess að vernda ferskvatn er þó viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi, en ekki með bindandi samningum. Dæmi um samþykktir eru Agenda 21 frá  ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun 1992. Sérstaklega mikilvæg er gr. 18 um vernd vatnsauðlinda. Þar segir að öllum jarðarbúum skuli tryggja nóg af góðu vatni og að vernda skuli vatnabúskap, efnaskipti lífríkisins og laga aðgerðir manna að því að vatnsauðlindin sé takmörkuð. Um grunnvatn er til samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2008 þar sem lönd eru hvött til að gera með sér samninga um sameiginlegar grunnvatnsauðlindir. Einnig eru í gildi svæðasamningar um samnýtingu vatnaleiða, áa, vatna og hafa.

Lestu meira hér:

http://www.who.int/water_sanitation_health/monitoring/jmp04_2.pdf

http://www.unwater.org/worldwaterday/flashindex.html

http://www.worldwaterday.org/

http://www.worldtoiletqueue.org/eng/pages/map

Til baka