Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Æskulýðsfélag Hofsprestakalls styrkir munaðrlaus börn í Úganda 09.03.2010

Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar sunnudaginn 7. mars síðastliðinn hélt æskulýðsfélag Hofsprestakalls sína árlegu kaffisölu eftir æskulýðsguðþjónustu í Vopnafjarðarkirkju. Kaffisalan var til stuðnings verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda sem snýr að munaðarlausum börnum sem misst hafa foreldra sína vegna alnæmis. Kaffisalan gekk frábærlega og inn komu 52.000 krónur. Þess má geta að þessi upphæð dugar fyrir vatnstanki sem reistur er við hús sem byggð eru fyrir munaðalausu börnin. Safnað er rigningarvatni af þaki hússins, vatn í slíkum tanki dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann sem þýðir að börnin þurfa ekki að ganga langar leiðir til að sækja vatn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungmenni í Hofsprestakalli leggja starfi Hjálparstarfsins lið á myndarlegan hátt.  Innilegar þakkir fyrir frábæran stuðning!

Til baka