Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hlaupum til góðs í Reykjavíkurmaraþoni 01.07.2009
Reykjavíkurmaraþon fer fram laugardaginn 22. águst og þú getur hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Hægt er að hlaupa maraþon, hálfmaraþon, 10 km og 3 km skemmtiskokk. Um leið og þú skráir þig www.marathon.is getur þú á einfaldan hátt skráð að þú viljir hlaupa fyrir Hjálparstarfið. Síðan geta vinir og velunnarar lagt inn áheit á þig á sömu vefsíðu.

Þegar þú kemur sveitt(ur) í mark hefurðu ekki bara þjálfað líkama og sál heldur líka nýtt krafta þína og úthald til styrktar margþættu þróunar- og hjálparstarfi heima og að heiman.

Myndin er af stúlkum á hlaupum í flóttamannabúðum í Darfúr í Súdan en Hjálparstarfið hefur stutt neyðarhjálp í héraðinu. Nú er bara að tína fram hlaupaskóna og byrja að æfa!


 

Til baka