Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
68,4 milljónir safnast í jólasöfnun 15.02.2010

Í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem stóð út janúar söfnuðust 68,4 milljónir króna sem renna til aðstoðar innanlands og til vatnsverkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Sambærileg tala fyrir jólasöfnun 2008 var 58 milljónir króna, sem þýðir að stuðningur hefur aukist um 18% frá fyrra ári.

Í viðbót við frábæran stuðning einstaklinga hafa stofnanir, félög, fyrirtæki og sóknir landsins lagt fram stórar gjafir til innanlandsaðstoðar.„Allur kostnaður vegna aðstoðar innanlands og vegna vatnsverkefna í Afríku, hefur aukist mjög vegna kreppunnar, það er því ómetanlegt að fá svona frábæran stuðning sem gerir okkur kleift að standa við allar okkar skuldbindingar, þrátt fyrir erfiða tíma“ segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins.

 Hjálparstarf kirkjunnar færir öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Til baka