Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
ACT Alliance með öflugt hjálparstarf á Haítí 22.01.2010

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance, Alþjóða neyðarhjálp kirkna. Hjálparstarf ACT Alliance á Haítí er í fullum gangi. Mörg tonn af matvælum, húsbúnaði og tjalddúkum berast nú til heimilislausra. Lið sérfræðinga, lækna og hjúkrunarfólks er líka komið til starfa.

Söfnunarsími  fyrir Haíti er 907 2003 og söfnunarreikningur: 0334-26-886 kt. 450670-0499.

Styrkur ACT Alliance liggur í vel skipulögðum ACT-aðilum sem voru til staðar á Haítí  áður en járðskjalftinn dundi yfir. Þetta eru Lutheran World Federation, Christian Aid, Diakonie Katastrophenhilfe, Interchurch Organisation for Development Cooperation og United Methodist Committee on Relief. Þekking þeirra á staðháttum og góð tengsl við fólkið, nýtist vel í hjálparstarfinu.  Níu aðrir ACT-aðilar, þar á meðal Hjálparstarf norsku og dönsku kirkjunnar, hafa sent sína sérfræðinga  á staðinn.

 
Clement Celis, 45 ára, býr í höfðuborginni Port-au-Prince, hún var í sturtu þegar ósköpin dundu yfir og dóttir hennar var inni í stofu. „Allt fór á hreyfingu og ekkert til að halda í. Það var eins og að vera í miðri flóðbylgju” segir Clement. Hún hljóp inn í stofu og tókst að komast með dóttur sinni út úr húsinu í þann mund sem húsið hrundi. Þrír synir hennar eru einnig á lífi en eiginmaður hennar hefur enn ekki fundist. Í vikunni fékk Clement tvo 5 lítra vatnsbrúsa, segldúk til að búa til skjól og teppi frá ACT Alliance.
 
Fimm hópar, lækna og hjúkrunarfólks (8-10  í hverjum hóp), hafa komið til starfa á vegum ACT Alliance í fimm borgum á Haítí. Skipulagt hefur verið starf þar sem þjálfað ungt fólk  sinnir börnum í gegnum leik-meðferð.
 
Á heimasíðu ACT, www.act-intl.org  má sjá fréttir og myndir frá hjálparstarfinu.
Til baka