Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Alda Lóa Leifsdóttir fyrst til að hljóta Fjölmiðlaverðlaun götunnar 24.02.2017

Ásta Dís Guðjónsdóttir afhendir Öldu Lóu Leifsdóttur salt í grautinn.   Pepparar í dómnefnd tilkynna um verðlaunin. Verðlaunahafar með viðurkenningarskjal. Verðlaunagripurinn „Salt í grautinn”. Alda Lóa Leifsdóttir hlaut heiðursverðlaunin Fjölmiðlaverðlaun götunnar úr hendi Pepp Ísland fyrir ljósmyndir í umfjöllunum Fréttatímans um fátækt á árinu 2016 ásamt því að fá viðurkenningu fyrir greinina „Vildi að ég gæti boðið börnunum í mat”, sem var að mati dómnefndar bæði jákvæð og uppbyggileg.

Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru afhent í fyrsta sinn við formlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 23. febrúar sl. en þá veitti Pepp Ísland, grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt, blaða- frétta- og dagskrárgerðarfólki, alls ellefu manns, viðurkenningu fyrir framlög sín til málefnalegrar umfjöllunar um fátækt á Íslandi á árinu 2016.

Auglýst var eftir tilnefningum til verðlaunanna og alls bárust 12 tilnefningar sem valið var úr og verðlaunað fyrir. Alda Lóa fékk jafnframt flestar tilnefningar til hvatningarverðlauna Pepp Ísland 2017 og þótti framlag hennar því verðskulda sérstaka viðurkenningu, saltstauk sem situr á listaverki úr hraunmola hönnuðum af Sign í Hafnarfirði. Aðri verðlaunagripir voru saltstaukar, en dómnefnd fannst við hæfi að gefa verðlaunahöfum „salt í grautinn” fyrir framlög sín.

Áslaug Karen Jónsdóttir, blaðamaður á Stundinni, hlaut verðlaun fyrir „Fátæku börnin”, sem var að mati dómnefndar besta blaðagreinin. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyrir bestu fyrirsögnina, „Fátækt deyr þegar draumar fá líf” og fjórði saltstaukurinn féll í hlut Gunnars Smára Egilssonar fyrir greinina „Efnahagslegt hrun ungs fólks” í Fréttatímanum.

Eftirfarandi fjölmiðlafólk fékk viðurkenningu fyrir tilnefndar umfjallanir: Lísa Pálsdóttir fyrir vandaða umfjöllun í útvarpi fyrir „Andstyggilegt að vera heimilislaus” (Rás 1), Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fyrir  tvær blaðagreinar: „Svikinn sem barn – 35 ár á stofnunum” og „Ég var bara óheppin” (Fréttatíminn) og Viktoría Hermannsdóttir fyrir vandaðan fréttaflutning í „Hundruð barna í Reykjavík alin upp við fátækt” (RÚV). Grein Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur „Stundar fjögur störf til að lifa” var einnig tilnefnd.

Kristín Sigurðardóttir frá fréttastofu Ríkissjónvarpsins, Markús Þórhallsson frá Útvarpi Sögu og Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir frá Rás 1 fengu að auki sérstaka viðurkenningu fyrir að sýna málstaðnum áhuga og virðingu.

Pepp Ísland er grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt og er hluti af samtökunum EAPN á Íslandi. Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru unnin að fyrirmynd systursamtaka í Austurríki og eru samstarfsverkefni svipaðra hreyfinga í nokkrum Evrópuríkjum. Markmiðið er að efla faglega og metnaðarfulla fjölmiðlaumfjöllun um fátækt sem samtökin telja að skili sér í auknum skilningi samfélagsins á þeim aðstæðum sem þeir efnaminni búa við, enda er aukinn skilningur eina leiðin til úrbóta. “Saman getum við, fólkið sem býr við fátækt og fjölmiðlafólk, þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða”, sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland við verðlaunaafhendinguna.

 

Til baka