Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fannst á lífi viku eftir jarðskjálftann 20.01.2010

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT-Alliance sem er að störfum á Haítí. ACT ljósmyndarinn Paul Jeffrey tók meðfylgjandi mynd af vettvangi í gær (19. jan.) í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince. Mexíkósk björgunarsveit bjargaði Önnu Zizi úr rústum heimilis kaþólks prests, viku eftir að jarðskjálftinn dundi yfir.  Sumir hinna fílhraustu björgunarmanna gátu ekki haldið aftur af gleðitárum þegar þeir drógu hana undan rústunum.

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance, Alþjóða neyðarhjálp kirkna, fjórtán ACT-aðilar eru að störfum á staðnum við mjög erfiðar aðstæður þar sem neyðin er hrikaleg. Íslendingar hafa brugðist vel við kalli Hjálparstarfsins um stuðning við neyðarhjálp á Haítí, safnast hafa tæpar 4 milljónir króna.

 
Söfnunarsími er 907 2003, söfnunarreikningur er: 0334-26-886 kt. 450670-0499.
Til baka