Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Nemendur í 6. bekk Foldaskóla gefa í vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar 20.01.2010

Foldaskóli er móðurskóli í nýsköpun. Það er fastur liður í skólastarfi skólans að nemendur 6. bekkjar vinni að frumkvöðlaverkefni, setji á stofn fyrirtæki, skipuleggi og setji fram áætlun sem síðan er framkvæmd. Frumkvöðlaátakinu lauk með nýsköpunarmarkaði þar sem nemendur seldu vörur sem höfðu verið framleiddar. Vöruúrval var fjölbreytt  t.d. skartgripir, geymslubox og spil. Hluti af verkefninu var að gera kostnaðaráætlun og láta verkefnið standa undir sér. Þegar upp var staðið var heildarsala 33.891 að frádregnum efniskostnaði var hreinn hagnaður verkefnisins 6.857 krónur sem nemendur vilja að renni til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Í kjölfarið ákvað skólinn að taka á sig efniskostnaðinn og er því framlagið 33.891 króna. Upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins heimsótti nemendur 6. bekkjar og sýndi myndir frá vatnsverkefnum og tók við þessari rausnarlegu gjöf. Hjálparstarfið þakkar kærlega fyrir! Við Íslendingar þurfum þrátt fyrir allt ekki að óttast um framtíðina með svona börn sem eru í senn dugleg, skapandi og kærleiksrík.  

Til baka