Gott samstarf var við Skátahreyfinguna sem sá um hluta dagskrár og öryggisaðbúnað á staðnum. Markmiðið með verkefninu er að draga úr félagslegri einangrun og stuðla að samveru og gæðastundum fjölskyldnanna. Í fríinu upplifa börnin styrk foreldra sem sýna börnum sínum að þeir þora að fara út fyrir þægindarammann. Í boði voru boltaleikir, ratleikir, gönguferðir, bogfimi, sundferð, hestaferð, vatnasafarí, adrenalíngarðurinn, kanóa- og hjólabátasigling. Klúbbar fyrir unglinga, mömmukvöld og kvöldvökur voru líka á dagskrá.
Sumarfríið byggir á tilraunaverkefni frá því í fyrrasumar. Almenn og mikil ánægja var með verkefnið bæði sumrin og það þrátt fyrir rigningu í mestallan tímann nú. Velferðarsjóður barna, fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar veittu styrk til verkefnisins og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Nánar um verkefnið má lesa hér