Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Páskasöfnun Hjálparstarfsins 09.04.2015

Tíðir þurrkar valda matarskorti og vannæringu  

Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með um 90 milljónir íbúa. Þrátt fyrir hagvöxt undanfarinna ára og að landið sé ríkt af náttúruauðlindum er það eitt af fátækustu ríkjum heims, með 350 bandaríkjadali í þjóðartekjur á mann árið 2012. Árið 2013 var Eþíópía  númer 173 í röðinni af 187 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna en Ísland númer 13.

Tæp 85% þjóðarinnar búa í dreifbýli og 80% hafa lifibrauð af jarð- og búfjárrækt. Landbúnaðurinn er háður úrkomu sem er af skornum skammti. Tíðir þurrkar og árangurslitlar aðferðir í landbúnaði valda matarskorti en að staðaldri búa 8,3 milljónir íbúanna við ótryggt fæðuframboð og aðrar 6,7 milljónir líða skort yfir þurrkatímann. Á síðasta áratug hafa yfir 5 milljónir íbúa þurft á mataraðstoð að halda ár hvert.

Í afskekktu og harðbýlu Sómalífylki eru um 4 milljónir íbúa. Vegna loftslagsbreytinga verða þurrkar sífellt tíðari í fylkinu og fjórðungur íbúanna, 1 milljón manns, er háður mataraðstoð að staðaldri. Búfjárrækt er undirstöðuatvinnugrein í fylkinu en þar sem aðstæður eru bestar er gras-, grænfóður- og kornrækt einnig stunduð. Vatnsskortur í fylkinu hefur meðal annars leitt til lélegs ástands bústofnsins en dýralæknaþjónusta er af skornum skammti. Skortur er á tækjum og tólum og því eru ræktunaraðferðir í jarðrækt takmarkaðar. Allt leiðir þetta til lítillar framleiðni og lítil sem engin umframframleiðsla verður til að selja á markaði.     

Í Jijigahéraði í Sómalífylki styður Hjálparstarf kirkjunnar 34.710 íbúa til sjálfshjálpar. Fá önnur samtök eða aðilar eru að störfum á svæðinu og íbúarnir sem eru hálfhirðingjar segja að þeir hafi upplifað sig sem gleymda og afskipta þar til verkefni Hjálparstarfsins hófst árið 2007. Markmiðið með starfinu er að auka fæðuöryggi og bæta lífskjör íbúanna sem búa við sára fátækt. Það gerum við fyrst og fremst með því að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni. Með auknu aðgengi að hreinu vatni og umhverfisvernd eykst framleiðslan og heilsufar batnar. En verkefnið okkar er heildrænt og samþætt og í því er lögð áhersla á valdeflingu kvenna, sjálfbæra þróun verkefnisins og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu.  

Nánar um verkefnið okkar er að finna í páskablaðinu okkar.

 

Til baka