Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Inneignarkort til eftirbreytni 19.03.2015

Fólk sem leitar eftir efnislegum stuðningi hjá Hjálparstarfinu kemur í fyrstu til félagsráðgjafa með gögn um tekjur og útgjöld síðasta mánaðar og ræðir stöðu sína. Í viðtalinu leitast félagsráðgjafinn við að fá heildarmynd af aðstæðum viðkomandi og saman ræða þeir um mögulegar leiðir út úr erfiðleikum. Félagsráðgjafi bendir á úrræði í samfélaginu og býður þjónustu fjármála- og fjölskylduráðgjafa. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins fylgja skjólstæðingum eftir á vegferð þeirra til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Með það að markmiði að bæta sjálfsmynd skjólstæðinganna og auka virkni þeirra er þeim boðið upp á sjálfstyrkingar- og virkninámskeið, skipulagða afþreyingu styrki vegna íþróttaiðkunar og tómstundastarfs barna. Á starfsárinu 2013 - 2014 nutu um 5900 manns aðstoðar Hjálparstarfsins en fyrst og fremst er um að ræða tekjulágar einstæðar mæður og öryrkja.

Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi kynnti innanlandsstarf Hjálparstarfsins á fundi Eurodiaconia í París í október síðastliðnum en fundinn sátu fulltrúar kærleiksþjónustsamtaka víðs vegar að úr Evrópu. Sædís ræddi meðal annars hvernig horfið var frá beinum matargjöfum til inneignarkorta í matvöruverslanir árið 2011. Fjörlegar umræður urðu í kjölfar erindis og voru fundarmenn almennt sammála um að inneignarkort í matvöruverslanir og heildræn nálgun væri það sem koma skyldi í evrópskri kærleiksþjónustu.

 

Til baka