Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Ótrúlegur stuðningur! 19.03.2015

Markmið starfsins, heima og að heiman, er að hjálpa fólki og samfélögum að finna eigin lausnir á vanda sem að þeim steðjar og fræða um rétt og skyldur einstaklinga, samfélags og stjórnvalda. Nálgun stofnunarinnar felst í að efla fólk til áhrifa (valdefling) með formlegri og óformlegri skólagöngu, ýmiss konar fræðslu, þjálfun og efnislegri aðstoð. Hún er réttindamiðuð og sniðin til þess að byggja upp þekkingu og færni fólks svo þróun verði sjálfbær og utanaðkomandi aðstoð óþörf. Hjálparstarfið veitir þannig aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga til þátttöku í öllu ferlinu. Stuðningur er veittur á grundvelli þarfar án tillits til trúar, þjóðernis, kyns, fötlunar, kynhneigðar, stéttar né nokkurs annars sem er ólíkt með fólki.

Sá mikli stuðningur sem starfið nýtur ber vott um að margir eru sammála þessum markmiðum hvort heldur sem er í þróunarsamvinnuverkefnum erlendis, t.d. í Eþíópíu þar sem fleirum er tryggður aðgangur að hreinu vatni eða í starfinu á Íslandi þar sem t.d. er veittur tímabundinn efnislegur stuðningur með inneignarkortum í matvöruverslunum og efnaminni framhaldsskólanemendur fá styrk til greiðslu skólagjalda.

Orð unglingsstúlku á Indlandi sem hefur fengið stuðning til skólagöngu gætu allt eins verið orð ungmennis á Íslandi sem hefur fengið stuðning til náms: „Fjölskylda mín er af lægstu stétt og mjög fátæk, ég hefði aldrei náð að vera svona lengi í skóla án þess stuðnings sem ég fæ. Með menntuninni hef ég miklu betri möguleika en foreldrar mínir, kannski verð ég læknir.“

Spakmæli frá Keníu segir: „Eitt góðverk leiðir af sér annað.“ Það er nákvæmlega það sem gildir um stuðninginn og starfið.

Til baka