Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Borgin eins og stríðsvettvangur 15.01.2010

Þrátt fyrir mjög erfið fjarskipti við Haítí kom fram á símaráðstefnu ACT-aðila seint í gær að Port-au-Prince sé eins og stríðsvettvangur, hundruð þúsunda manna ráfi um göturnar í örvæntingarfullri leit að ættingjum. Björgunarstarf er afar erfitt ekki síst vegna þess að bygging Sameinuðu þjóðanna á staðnum hrundi og þar er yfir 100 starfmanna saknað.  

Vatnshreinsibúnaður og kamrar

Lútherska heimssambandið hefur tekið að sér stjórnunarhlutverk innan ACT á Haíti og mun samræma starf ACT-aðila þar. Hjálparstarf norsku kirkjunnar, Kirkens Nödhjelp, er að undirbúa leiðangur með vatns- og hreinlætissérfræðinga ásamt birgðum til að setja m.a. upp vatnshreinsistöðvar og kamra en norska hjálparstarfið hefur sérhæft sig í þeim málum.

Hjálparstarfsmenn hafi með sér eigið vatn og vistir

ACT-aðilinn Lútherska heimssambandið segist hafa vatn og mat fyrir sitt starfsfólk í um tvær vikur. Allir sem komi til hjálparstarfa á eynni þurfi að hafa með sér eigin nauðþurftir, vatn, mat og tjaldbúnað. Auk þess þurfi að hafa í huga að starfsmenn hjálparstofnana sem störfuðu á staðnum fyrir skjálfta hafa eins og aðrir íbúar orðið fyrir miklu áfalli.

Jafnvel skóflur af skornum skammti

ACT-aðilar segja mjög erfitt að komast um göturnar til að meta ástandið svo hægt verði að leggja fram formlega hjálparbeiðni . Rústir tefðu alls staðar för. Lítið er um stórvirkar vinnuvélar til að leita í rústum og jafnvel skóflur eru af skornum skammti. 60-80% húsa hafa hrunið og forseti landsins, Rene Preval, áætlar nú að um 50.000 manns hafi látist.

Til baka