Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
„Að sigrast á sjálfri mér“ 13.06.2014

Alls tóku 18 fjölskyldur eða 60 einstaklingar þátt í Sumarfríi fyrir barnafjölskyldur á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Íslandi sem lauk fyrr í dag. Sumarfríið var í fallegu umhverfi við Úlfljótsvatn þar sem hver fjölskylda hafði sitt herbergi til afnota í sumarbúðum skáta í 5 daga frá 9. júní.

„Klifrið er skemmtilegast. Ég er að verða fimmtug í sumar og er að klifra í fyrsta skiptið. Ég er ekkert smá stolt að hafa komist upp á toppinn og að hafa sigrast á sjálfri mér,“ sagði Unnur sem klifraði alla leið upp klifurturninn á staðnum. „Hér er alveg dásamlegt að vera. Veðrið er yndislegt og ég sé varla strákinn minn sem er alveg á fullu,“ sagði Unnur sem er í sumarfríinu með 12 ára gömlum tvúburabörnum sínum. „Krakkarnir hafa svo sannarlega notið þess að vera hérna. Strákurinn minn fór út á kajak og við mæðgurnar fórum á hjólabát í morgun. Í kvöld er svo kvöldvaka og á morgun sirkus og hestaferð. Þetta er bara frábært,“ bætti Unnur við.

Markmiðið með sumarfríinu er að draga úr félagslegri einangrun og stuðla að samveru og gæðastundum efnalítilla fjölskyldna sem aftur skapa góðar minningar. Í hverjum mánuði  leita um 200 barnafjölskyldur sem búa við sára fátækt til Hjálparstarfsins kirkjunnar. Hjálparstarfið veitir þeim efnislegan stuðning án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana.

Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn á Íslandi þakka Velferðarsjóði barna sem og fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir veittan fjárhagslegan stuðning við verkefnið.

Til baka