Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hemmasjóður verður til 12.06.2014

Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður lagði í byrjun júní til fimm hundruð þúsund krónur sem stofnframlag í Hemmasjóð Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstakt gjafabréf „Hemmasjóður“ hefur nú verið útbúið á www.gjofsemgefur.is en það gefur þeim sem þess óska tækifæri til að taka þátt í verkefninu en sjóðurinn hefur það að markmiði  að styrkja börn efnalítilla fjölskyldna og veita þeim tækifæri til að stunda íþróttir með vinum sínum og félögum.

Við móttöku stofnfjár sagði Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfsins að markmið með sjóðnum væri að verða við vonum og væntingum barnanna um að stunda íþróttir að eigin vali.

„Íþróttaiðkun barna er þungur baggi fyrir barnmargar og efnalitlar fjölskyldur. Íþróttum fylgja iðkunargjöld, búningakaup og ferðalög sem hefur mikinn kostnað í för með sér. Við leitumst við að koma til móts við þær tvöhundruð fjölskyldur sem til okkar leita í hverjum mánuði og aðstoðum þær þannig að börnin geti tekið þátt í íþróttum með jafnöldrum sínum. Þannig náum við því markmiði okkar að vinna gegn félagslegri einangrun,“ sagði Vilborg við þetta tækifæri.

Í hverjum mánuði leita um 200 barnafjölskyldur sem búa við sára fátækt til Hjálparstarfsins kirkjunnar. Hjálparstarfið veitir þeim efnislegan stuðning án tillits til trúar, þjóðernis, litarháttar, kyns eða skoðana.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Hermanni kærlega fyrir stuðninginn. 

 

Til baka