Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hættu ekki fyrr en húsið var komið 02.06.2014

Anna Margrét, Berglind, Jóhanna og Snædís eru í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Þegar kom að því að ákveða tíu daga lokaverkefni við skólann voru þær sammála um að gera eitthvað krefjandi.  Þær ákváðu því að að efna til hjóla- og skautamaraþons og safna áheitum fyrir húsi til handa munaðarlausum börnum í Úganda. Þær hétu því að hætta ekki fyrr en þær hefðu safnað fyrir einu húsi sem kostar 130 þúsund krónur. Það tókst þeim eftir að Anna Margrét og Jóhanna voru búnar að skauta í tvær klukkustundir eða 230 hringi í Skautahöllinni í Laugardal og Berglind og Snædís höfðu hjólað hring í kringum Reykjavík en það tók þær um 2 klukkustundir.

Með þessu frábæra framtaki fjármagna stelpurnar byggingu múrsteinshúss handa börnum í Úganda sem hafa misst annað foreldra sinna eða bæði úr alnæmi. Við húsið er reistur vatnstankur og rör og rennur sem leiða vatn frá þaki húss að tankinum. Útieldhús og útikamar eru líka byggð og börnunum kennt að nota moskítónet og um mikilvægi hreinlætis fyrir heilsuna. Þegar vatn er komið við húsið og heilsufarið batnar hafa þau tíma og þrek til að fara í skólann.

Kærar þakkir stelpur!    

Til baka