Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Húsnæðismál og framfærsluviðmið eru brýnustu viðfangsefnin 30.04.2014

Aðildafélög EAPN (European Anti Poverty Network) á Íslandi héldu aðalfund mánudaginn 28. apríl síðastliðinn. Brýnustu viðfangsefni samfélagsins að mati samtakanna er að finna úrlausnir við bráðum vanda á húsnæðismarkaði. Samtökin vilja ennfremur hvetja stjórnvöld til að setja viðunandi neysluviðmið vegna  lágmarksframfærslu.

Á fundinum hélt Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla framsögu um skýrslu Barnaheilla „Barnafátækt er brot á mannréttindum barna“ og spunnust líflegar umræður í kjölfarið um misskiptingu í samfélaginu og samfélagslega ábyrgð stjórnvalda jafnt sem einstaklinga á því að tryggja félagslegt jafnræði milli barna á Íslandi.

EAPN er vettvangur Evrópubúa sem búa við kröpp kjör. Markmið þess er að hafa áhrif á stefnumótun Evrópusambandsins og þar með þjóðríkja í Evrópu þannig að það dragi úr fátækt og félagslegri einangrun í álfunni.

Tilgangur Íslandsdeildar EAPN er:

  • Að berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun
  • Að hvetja til árangursríka aðgerða til að uppræta fátækt
  • Að sjónarmið fátækra heyrist á opinberum vettvangi
  • Að taka þátt í og hafa áhrif á opinbera umræðu um fátækt

Núverandi stjórn EAPN var endurkjörin á fundinum en hana skipa: Vilborg Oddsdóttir, fulltrúi  Hjálparstarfs kirkjunnar, formaður; Laufey Ólafsdóttir, fulltrúi FEF, varaformaður; Þorbera Fjölnisdóttir, fulltrúi ÖBÍ, ritari; Ásta Dís Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfsbjargar, gjaldkeri.

Aðildarfélögin eru Hjálparstarf kirkjunnar, Geðhjálp, Bót, Samhjálp, Félag einstæðra foreldra, Sjálfsbjörg, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Velferðarsjóður Suðurnesja, Hjálpræðisherinn og Öryrkjabandalag Íslands.

 

 

Til baka