Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Mikilvægi vatns sýnt með ljósmynd á alþjóðadegi vatnsins 22.03.2014

Í tilefni af alþjóðadegi vatnins þann 22. mars hleypti Hjálparstarf kirkjunnar af stokkunum vatnsmyndasamkeppni á facebook á öskudag. Átján mjög skemmtilegar og fallegar myndir bárust í keppnina sem lauk þann 20. mars. Dómnnefnd skipuð Degi Gunnarssyni og Sissu ljósmyndurum og Kristínu Ólafsdóttur upplýsingafulltrúa Hjálparstarfsins hefur nú valið þá mynd sem best þykir sýna mikilvægi vatns fyrir allt líf.

Verðlaunamyndina á Lilja Salóme Hjödísardóttir Pétursdóttir. Hún hlýtur í verðlaun 10 þúsund króna gjafabréf fyrir myndabók frá Odda. Verðlaunamyndin og fimm aðrar myndir sem best þykja sýna fram á mikilvægi vatns fyrir lífið fá auk þess veglegan sess í fréttablaði okkar Margt smátt … sem kemur út þann 12. apríl næstkomandi. 

Markmiðið með keppninni er að vekja fólk til vitundar um að vatn er ekki sjálfgefið og að margir líða fyrir vatnsskort. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 783 milljónir jarðarbúa ekki nægan aðgang að drykkjarhæfu vatni og tveir og og hálfur milljarður fólks hefur ekki aðgang að hreinlætisaðstöðu vegna vatnsskorts. Í Eþíópíu og Úganda er vatnsnotkun á mann undir 15 lítrum á dag á meðan hver íbúi á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur notar að meðaltali um 200 lítra til daglegs brúks.

Hjálparstarf kirkjunnar starfar með íbúum í löndunum tveimur að því grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka til að tryggja þeim aðgengi að drykkjarvatni. Þegar aðgangur að drykkjarvatni er tryggður og heilsufar batnar í framhaldinu getur allt annað farið af stað: landbúnaður og búfjárrækt, aukin menntun og sjálfbærni. Draumsýn okkar er að vatn leiði til velferðar skjólstæðinga okkar og þar með til farsældar fyrir okkur öll.

Til baka