Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Framtíðarsjóður fær rausnarlegan stuðning 18.03.2014

Á aðalfundi Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) í Neskikrju síðastliðinn föstudag fór fram formleg afhending á framlagi í Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem safnaðist á landsmóti sem haldið var í Reykjanesbæ í lok október á síðasta ári.  Á landsmótinu fengu 640 þátttakendur fræðslu um fátækt á Íslandi og hvernig Hjálparstarfið reynir af fremsta megni að mæta þörfum þeirra sem verst standa. Landsmótsgestir stóðu fyrir ýmsum uppákomum og sölu á munum og kökum og söfnuðu þannig fjármunum. Einnig höfðu æskulýðsfélög um allt land staðið í fjáröflun fyrir mótið og sérstaklega voru félögin á Austurlandi öflug í þessu. Eva Björk Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri ÆSKÞ afhenti Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins 746.367 krónur. Bjarni þakkaði þetta rausnarlega framlag og sagði að unga fólkið væri okkur hinum fyrirmynd bæði í því að vilja fræðast um fátækt og horfast í augu við að hún er til staðar og einnig í því að gera eitthvað í málunum og safna svona miklum peningum til að bæta úr ástandinu. Framtíðarsjóðurinn styður ungmenni 16-20 ára til náms, veittur er stuðningur til að greiða námsgögn og skólagjöld og annað sem getur reynst þeim sem koma frá efnaminni heimilum hindrun í námi.  

Til baka