Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fróðleiksfús, skapandi og láta gott af sér leiða 27.01.2014

Krakkarnir í 6. bekk í Foldaskóla í Reykjavík afhentu nýverið Hjálparstarfi kirkjunnar 45.992 króna styrk til vatnsverkefna stofnunarinnar í Afríku. Fjárins öfluðu þau með því að búa til hálsmen, lyklakippur, skartgripatré, hárskraut, snaga, klukkur, segla og jólaskraut sem þau svo seldu á markaði rétt fyrir jól. Fjáröflunarverkefnið er liður í námi barnanna í nýsköpun.

Við afhendinguna fengu krakkarnir fræðslu um það hvernig aðgangur að hreinu vatni gjörbreytir lífi fólks. Meðal annars um það hvernig heilsufar þess batnar, vinnuálag minnkar og stelpur fá tíma til að ganga í skóla. Krakkarnir í Foldaskóla vissu heilmikið um mikilvægi vatns fyrir allt líf enda bæði spurul og fróðleiksfús. Hjálparstarfið kann þeim og kennurum þeirra bestu þakkir fyrir stuðninginn!

Til baka