Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Skortur á vatni er stærsta vandamál flóttafólksins 14.01.2014
Flóttafólk frá Suður-Súdan

„Skortur á vatni er stærsta vandamálið hér,“ segir Tabisha Nyabol 61 árs suður-súdönsk kona sem þurfti að flýja heimili sitt vegna átakanna milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Suður-Súdan sem hófust í desember síðastliðnum. Tabisha hefur verið með barnabörnum sínum í flóttamannabúðum í Adjumani í Úganda frá því á nýjársdag. „Hér er svo mikið af fólki að við höfum ekki enn verið skráð inn í búðirnar,“ segir hún. Uppreisnarmenn skutu son Tabishu til bana og stálu frá henni lifibrauði hennar, 30 kúm og 1 geit. Í flóttamannabúðunum í Adjumani í norðurhluta Úganda  þar sem Tabishu er nú hafa 21.659 flóttamenn verið skráðir inn. Alls er talið að um 200 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna átakanna, margir þeirra hafa flúið til nágrannalandanna Úganda og Eþíópíu.      

Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna ACT Alliance  veitir aðstoð í flóttamannabúðunum í Adjumani vegna átakanna í Suður-Súdan. ACT hefur þegar dreift sjö tonnum af sápustykkjum, 2000 drykkjarmálum og 2000 matardiskum. Ráðgert er að flytja vatn í búðirnar, búnað fyrir hreinlætisaðstöðu, teppi ásamt því að veita flóttafólkinu sálrænan stuðning.

Hjálparstarf kirkjunnar veitir mest af neyðarhjálp sinni í gegnum ACT Alliance og er einn 111 ACT-aðila um allan heim.

Nánar um starfið í flóttamannabúðunum í Adjumani er að finna á vefsíðu ACT Alliance

Til baka