Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jónas Þórir Þórisson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri 06.01.2014

Jónas Þórir Þórisson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar frá 1990, hefur látið af störfum. Þegar hann byrjaði voru þrír starfsmenn. Í dag eru starfsmenn sex og starfið hefur eflst til muna, ekki síst innanlandsstarfið, sem margfaldaðist eftir að kreppan skall á.

„Ég er fyrst og fremst þakklátur eftir öll þessi ár, bæði Guði og mönnum. Ég vil þakka öllum þeim sem sem hafa stutt starfið af trúfesti. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með góðu starfsfólki, sjálfboðaliðum og fólki í stjórn Hjálparstarfsins, án þeirra væri starfið ekki eins öflugt og raun ber vitni,“ sagði Jónas þegar hann afhenti Bjarna Gíslasyni lyklavöldin með því að afhenda honum skiptilykil og bætti við: „Skiptilykillinn er til merkis um að starfið þarf að vera sveigjanlegt og þróast áfram og þannig finna lausnir og opna nýjar dyr.“

Starf framkvæmdastjóra var auglýst í lok september 2013. 69 sóttu um starfið. Bjarni Gíslason, sem verið hefur fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins í sex ár, var ráðinn og hefur nú hafið störf. Hann er kennari að mennt, hefur lokið námi í Endurmenntun HÍ í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (2007) og námi í þróunarfræðum, viðbótardiplóma, við HÍ (2013). Hann hefur áralanga reynslu af störfum í Afríku og við kennslu.

Til baka