Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Á nýju ári ætla ég... 05.01.2014

Settu þér raunhæf markmið og gerðu svo áætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim. Svo getur þú skipt markmiðunum upp í flokka, einn tengist heilsunni – missa nokkur kíló, annar tengist vinnunni – fá hærri laun og sá þriðji fjöskyldunni – hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Er þetta ekki nokkuð hefðbundin uppskrift að betra lífi á nýju ári?

Hvernig skyldu þessi markmið vera hjá fólki sem býr í Sýrlandi eða á Filippseyjum eða í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu þar sem er viðvarandi vatnsskortur. Skyldu þau vera að hugsa um að létta sig aðeins, fá hærri laun eða meiri tíma með fjölskyldunni. Nei, þau eru með aðeins eitt markmið á nýju ári, að halda lífi, komast af, bjarga að minnsta kosti börnunum. 

Þess vegna er Hjálparstarf kirkjunnar með þau markmið á nýju ári, meðal annars, að styðja við hjálpar- og neyðarstarf í Sýrlandi og á Filippseyjum og að halda áfram með vatnsverkefni í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance sem eru ein stærstu samtök heims sem sinna neyðarhjálp og þróunarsamvinnu. Í samstarfi við innlenda ACT-aðila á Filippseyjum og í Sýrlandi er brugðist við brýnustu neyð, mannslífum bjargað, reynt að tryggja öryggi og húsaskjól. Að sinna börnum og konum er í forgangi.

Þegar brýnustu þörfum hefur verið mætt og öryggi tryggt er markmiðið að tryggja lífsafkomu, heilbrigðisþjónustu, menntun og örugga framtíð. Í vatnsverkefninu í Jijiga-héraði í Eþíópíu er markmiðið að tryggja fleirum aðgang að hreinu vatni, grafa brunna og tryggja fæðuöryggi á mjög harðbýlu svæði. 

Taktu þessi markmið einnig með inn í þín markmið fyrir nýju ári. Léttast um nokkur kíló OG borga 3.000 krónur fyrir hvert kíló sem þú léttist til neyðarhjálpar í Sýrlandi (5.000 fyrir hvert kíló sem þú þyngist!). Fá hærri laun OG gefa 10% af launahækkuninni til neyðarhjálpar á Filippseyjum. Hafa meiri tíma með fjölskyldunni OG styðja fjölskyldu í Jijiga svo hún fái aðgang að hreinu vatni með 1.000 krónu mánaðarlegu framlagi til vatnsverkefnis Hjálparstarfsins í Jijiga. 
Vertu með! Gleðilegt ár og takk fyrir frábæran stuðning á liðnu ári!

 

Til baka