Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Skyrgámur fór í jólabað og gaf rúmlega 800.000 krónur til hjálparstarfa 19.12.2013

Klukkan 11 í morgun fór Skyrgámur í sitt árlega jólabað í Laugardalslaug ásamt Pottaskefli og Bjúgnakræki. Mikið gekk á en að loknu baðinu í heitapottinum  afhentu þeir bræður Jónasi Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins 836.500 krónur sem er 20% af veltu Jólasveinaþjónustu Skyrgáms frá síðustu jólum. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms heimsækir hundruð leikskóla, fyrirtæki og einstaklinga fyrir jólin ár hvert. Þeir láta ekki nægja að skemmta sér og börnunum  heldur láta gott af sér leiða. Á 14 ára starfsferli hefur jólasveinaþjónustan gefið Hjálparstarfinu tæplega 8 milljónir króna til hjálparstarfa heima sem erlendis.

Hjálparstarf kirkjunnar færir þeim bestu þakkir fyrir. 

Til baka