Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Leikskólinn Marbakki gefur vatnstank 17.12.2013

Það er hefð fyrir því í leikskólanum Marbakka að annað hvert ár er safnað fyrir góð málefni. Í ár varð fyrir valinu að safna fyrir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Markmið verkefnisins er að bæta lífskjör HIV/alnæmissmitaðra aðstandenda og eftirlifenda. Fátækt, vatnsleysi og þar með skortur á hreinlæti, vannæring og kraftleysi hrjáir hina verst settu. Byggð eru íbúðarhús, frístandandi eldhús og vatnstankar fyrir rigningarvatn af húsþökum. Frætt er um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma. Marbakkabörnin teiknuðteiknuðu myndir sem foreldrar og aðrir keyptu á frjálsu verði og starfsfólk lagði einnig sitt af mörkum. Afraksturinn varð aldeilis glæsilegur 55.000 krónur sem dugar fyrir vatnstanki sem safnar rigningarvatni á svæði þar sem þarf að fara langar leiðir að sækja vatn. Á rigningartímanum fyllist í sífellu í tankinn og svo þegar hættir að rigna dugar vatnið í tankinum langt inn í þurrkatímann. Vatnstankur gerir því kraftaverk fyrir börnin í Úganda. Hjálparstarfið þakkar börnunum, starfsfólkinu og foreldrum kærlega fyrir!

Til baka