Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Skyldi það vera jólageit? 12.12.2013

Það er ekki víst að jarmandi jólagjöf undir jólatréð slái í gegn á íslenskum heimilum, gjöf sem nartaði í jólatréð á meðan hún biði eftir að vera klædd úr jólapappírnum!
En víst er að geit er vinsæl jólagjöf á Íslandi, um 400 geitur voru gefnar í jólagjafir í fyrra. Á 6 árum hafa á fimmta þúsund geitur verið gefnar.  Að vísu eru jólatrén ekki í hættu því geiturnar eru afhentar í verkefnalöndum Hjálparstarfs kirkjunnar, Úganda og Malaví. Þar koma þær fátækum fjölskyldum til góða, gefa af sér kjöt og mjólk sem eykur fjölbreytni fæðu og leiðir þar með til betri heilsu. Hænur, vatn, grænmeitsgarðar og tré eru einnig vinsælar gjafir á gjafabréfasíðunni gjofsemgefur.is. Þar er einnig að finna enn óvenjulegri gjafir svo sem smokka og kamra, kímnar eru þær oft kveðjurnar sem fylgja þessum bréfum s.s.: „Elsku pabbi, þar sem ég veit að ákveðinn staður er þér mjög kær og þú dvelur þar langdvölum ákvað ég að gefa þér kamar þessi jól“ eða „Kæru hjón, þið eruð svo ástfangin og sæt og ætlið sjálfsagt að eignast mörg börn, ég ákvað því að senda smokkana til Afríku. Gleðileg jól“. Í boði eru fjölbreytt gjafabréf sem eru fjáröflun fyrir verkefni Hjálparstarfsins á Íslandi, Indlandi, Eþíópíu, Úganda og Malaví. Bréfin eru alls 40, verðin eru frá 1.500 krónum, sem rennur í gjöf til barns á Íslandi og upp í 180.000 krónur sem er brunnur í Afríku. Sem dæmi má nefna að geitin kostar 3.200 krónur, kamarinn 8.500 krónur og pakki af smokkum 3.000 krónur. Gjafabréfasíðan gjofsemgefur.is er mikilvæg fjáröflun fyrir starf Hjálparstarfsins. 

Til baka