Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Versti fellibylur sögunnar hefur skelfilegar afleiðingar á Filippseyjum 12.11.2013

Fellibylurinn Haiyan, einn skæðasti fellibylur sögunnar reið yfir miðhluta Filippseyja síðastliðinn föstudag, með skelfilegum afleiðingum. Óttast er að að minnsta kosti 10.000 manns hafi farist, 11 milljónir hafa orðið fyrir miklum skaða og 673.000 manns hafa misst heimili sín og eru án skjóls og nauðsynja. Hjálparstarfið er aðili að ACT Alliance sem þegar hefur brugðist við ástandinu. Undir forystu Lutheran World Relief (LWR) og Christian Aid er í samstarfi við innlenda ACT-aðilann National Christian Council Phillippines (NCCP) og filippseysk yfirvöld brugðist við brýnni þörf fyrir, húsaskjól, vatn, mat og öryggi. ACT Aðilar með víðtæka reynslu og fagþekkingu hafa sent og eru að senda sitt fólk til Filippseyja. Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikning til styrktar neyðarhjálpinni:
0334-26-886 kt.: 450670-0499. Sjá nánar á vefsíðu ACT, myndband af því þegar fellibylurinn reið yfir og einnig fréttir með myndböndum frá ástandinu á Filippseyjum á BBC. (Mynd frá Filippseyjum: Paul Jeffrey ACT Alliance)

Til baka