Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Alcoa gefur 9,6 milljónir 22.12.2009
Þörf fyrir aðstoð hefur þrefaldast frá síðasta ári en um 3500 einstaklingar og fjölskyldur af landinu öllu hafa fengið aðstoð Hjálparstarfsins á árinu og margir þeirra oftar en einu sinni. Styrkur Samfélagssjóðs Alcoa kemur því að virkilega góðum notum. Prestar um allt land taka við umsóknum um aðstoð, einnig félagsráðgjafar á stofnunum og svo félagsráðgjafar á skrifstofu Hjálparstarfsins í Reykjavík. Styrknum verður ráðstafað að hluta til jólaaðstoðar nú og svo fram eftir nýju ári. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Samfélagssjóði Alcoa fyrir þetta rausnarlega framlag.
 
„Það er sérstaklega ánægjulegt að veita Hjálparstarfi kirkjunnar þennan styrk, enda er þörfin mikil núna þegar um 12 þúsund manns í landinu eru atvinnulausir. Það er gert ráð fyrir því að þessi styrkur verði einnig notaður til að aðstoða fjölskyldur á landsbyggðinni, sérstaklega á Austurlandi. Hjálparstarfið hefur unnið afar mikilvægt starf á undanförnum árum við að aðstoða fólk bæði innanlands og utan og hér innanlands hefur þörfin fyrir aðstoð aukist verulega vegna kreppunnar, sagði Erna Indriðadóttir þegar styrkurinn var afhentur.
 
Gaman er að geta þess að starfsmenn Alcoa um allan heim hafa lagt fram yfir 705.000 vinnustundir af frítíma sínum í sjálfboðavinnu fyrir sitt samfélag. Það svarar til 350 ársverka. Sjálfboðaliðum hjá Hjálparstarfinu hefur líka fjölgað mikið. Margir hafa rýmri tíma og hugsunarháttur er oðrinn annar. Fólk vill leggja náunganum lið.
Til baka