Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
SORPA styrkir Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar 21.12.2009

 

SORPA veitti styrk til tíu aðila í húsnæði Góða hirðisins síðastliðinn föstudag . Styrkirnir voru veittir undir yfirskriftinni „Hjálpum fólki til sjálfshjálpar“, svo sem til menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. 1,5 milljón króna framlag var lagt í framtíðarsjóð Hjálparstarfsins. Sjóðurinn styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms.Nemendur fá aðstoð við að greiða námsgögn, skólagjöld, kaupa tölvu eða greiða annað sem gæti orðið efnaminni nemendum hindrun í að ljúka námi.
Fyrr á þessu ári veitti SORPA styrki til átta aðila upp á alls 8 milljónir króna sem gerir alls 18 milljónir í styrki á árinu sem er að líða. Mynd: Sigríður Björg Einarsdóttir hjá SORPU afhendir Jónasi Þóri Þórissyni hjá Hjálparstarfinu styrkinn.
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar SORPU þennan góða stuðning!
Til baka