Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Flöskur og dósir breytast í vatnstank og geit á leikskólanum Mýri 14.06.2013

Árleg Skerpluhátíð leikskólans Mýri, í Skerjafirði, var haldinn fimmtudaginn 13. júní. Garður leikskólans var skreyttur blöðrum og borðum og boðið var upp á grillaðar pulsur. Sjá mátti brosandi börn með líflegar andlitsskreytingar dansa og leika sér um svæðið. Sérstaka athygli vakti viðartunna sem þakrenna leikskólans var leidd í. Í tunnuna safnast rigningarvatn sem hægt er að nota með því að skrúfa frá krana á tunnunni. Ekki fór hjá því að sum börn fóru heim blautari en þau komu.

Leikskólinn tekur þátt í grænfánaverkefni Landverndar og hefur síðust tvö árin lagt áherslu á vatnið í tengslum við verkefnið og fékk afhentan nýjan fána fyrir þetta starf. Hluti af vatnsverkefninu var að auka skilning á mikilvægi vatns, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Börnin fengu fræðslu um stöðu barna í Úganda sem hafa ekki aðgang að hreinu vatni og þurfa að fara langar leiðir til að sækja vatn og hvernig vatnstankur sem safnar rigningarvatni breytir aðstæðum til hins betra.

Leikskólinn hefur síðustu tvö ár safnað dósum og flöskum til að fjármagna vatnstank í Úganda þar sem Hjálpar starf kirkjunnar reisir hús og vatnstanka  fyrir börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi og einstæðar mæður sem lifa með sjúkdómnum. Gísli Hrafn Atlason leikskólakennari afhenti Bjarna Gíslasyni frá Hjálparstarfi kirkjunnar afraksturinn 58.630 krónur. Vatnstankur kostar 55.000 krónur og því var gefin geit að auki.

Hjálparstarfið hrósar öllum á leikskólanum Mýri fyrir frábært starf og þakkar stuðninginn.

Til baka