Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Er sumarið gleðitími fyrir alla? 08.05.2013

Sumarið er gleðitími fyrir margar fjölskyldur og nú þegar hafa margir skipulagt sumarið, hvert á að fara og hvað á gera. Fríin snúast oftast um að  gera eitthvað saman, upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi og eignast sameiginlegar minningar sem er einmitt svo mikilvægt í öllum fjölskyldum.

Hjá þeim fjölskyldum sem standa höllum fæti getur þessi tími valdið kvíða. Er hægt að verða við óskum barna sem svo gjarnan vilja upplifa skemmtilega hluti með vinnum og fjölskyldu? Ósk um sumarbúðir, hjól, hestanámskeið eða annað sem vinirnir eru að gera, getur verið ókleyfur múr fyrir margar fjölskyldur. Hvað þá að geta gert eitthvað saman sem fjölskylda, hvort sem það er að fara í  útilegu eða í sumarbústað. Sumarið getur því verið erfiður tími hjá þeim sem búa við fátækt. Oft er eina lausnin að börnin fái að fara eða gera eitthvað en staðan leyfir ekki að fjölskyldan í heild upplifi nýja hluti. Augljóst er að börn og foreldar sem búa við slíkar aðstæður búa ekki við sömu lífsgæði og aðrar fjölskyldur landsins.

Hvað gerum við þá?

Hjálparstarf kirkjunnar hefur undanfarin ár í samstarfi við Velferðasjóð barna aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að verða við óskum barna sinna. Væntingarnar eru margvíslegar, oft í takt við hvað vinir barnanna eru að gera; fara í sumarbúðir, fara á línuskauta eða á siglinganámskeið. Við höfum valið að hlusta á óskir hvers barns og fjölskyldu þess í stað þess að kaupa t.d. sumarbúðir fyrir alla. Það er mikilvægt fyrir börn  og unglinga að geta verið með vinum og deilt upplifunum með þeim, jákvæð sameiginleg upplifun lifir lengi og styrkir félagauð hvers barns. Við vildum gjarnan geta gert meira í að styðja fjölskylduna í að gera hluti saman t.d. með því að fara í útleigu eða sumarbústaðaferð, en til þess þarf aukið fjármagn. Fjármagn sem er vel varið og skilar góðum arði OG gleðilegu sumri fyrir fleiri. Ert þú aflögufær? Þá getur þú greitt valgreiðslu í heimabankanum þínum eða haft samband við Hjálparstarfið.

Vilborg Oddsdóttir
félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar.

Til baka