Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Vel heppnaður fulltrúaráðsfundur í safnaðarheimili Grensáskirkju 11.03.2013

Á fulltrúaráðsfundi í safnaðarheimili Grensáskirkju 2. mars sýndu, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir og Ingibjörg Pálmadóttir formaður stjórnar, myndir og sögðu frá nýafstaðinni ferð sinni til Malaví og Keníu. Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri fór yfir stöðu fjármála á miðju starfsári og Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi ræddi um innanlandsstarfið og aukna áherslu á ráðgjöf og valdeflingu. Sjálfboðaliðarnir Sigríður Ásgeirsdóttir og Nína Leósdóttir sögðu frá sinni sýn á starfið og svöruðu spurningum. Sunnudagaskólakennararnir Hildur Gunnarsdóttir og Elías Bjarnason sögðu frá því að þau hefðu stutta fræðslu um Hjálparstarfið og söfnun í bauk Hjálparstarfsins á hverjum sunnudegi. Hjá börnunum væri þetta einn vinsælasti liðurinn, þau börn sem væru ekki með pening fengju mynnt hjá þeim þannig væru allir með í að setja í baukinn. Hér má sjá skjalið Stiklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2012 - mars 2013.

Til baka