Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hópkaup gefur 760 þúsund 11.01.2013

Þær komu færandi hendi þær Brynja Björk Hinriksdóttir og Markéta Haraldsson Petrů frá Hópkaupum á skrifstofu Hjálparstarfsins. Hópkaup stóð fyrir leik á  síðu sinni þar sem lofað var að gefa 100 krónur fyrir hvert "like" til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfsins. 7.600 "like" tryggðu 760.000 króna framlag. Brynja og Markéta færðu Jónasi Þ. Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins framlagið. Markéta lagði áherslu á að Hópkaup vildi með þessu láta gott af sér leiða og styðja starf sem leiddi til betra lífs fyrir þá sem búa við erfiðar aðstæður. Um leið og Jónas þakkaði þessa góðu gjöf sagði hann að hún kæmi sér mjög vel í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi t.d. til að styðja við ungmenni sem þurfa stuðning til náms í framhaldsskóla og skólagöngu barna frá efnaminni fjölskyldum. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Hópkaupum kærlega fyrir.

Til baka