Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
28,5 milljónir úr SPRON-sjóði 04.01.2013

Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar tók í desember við 28, 5 milljónum króna frá SPRON-sjóðnum ses. Um var að ræða eftirstöðvar eigna sjóðsins en stjórnin tók þá ákvörðun í sumar að veita fjármunum til Hjálparstarfsins vegna ráðgjafar, námskeiða, þjálfunar og efnislegrar aðstoðar við þá sem sækja um aðstoð hér heima.

SPRON hafði á sínum tíma, veitt veglega styrki til þróunarverkefna og starfsmenn SPRON safnað sjálfir fyrir námsgögnum, leikföngum og fleiru sem þeir dreifðu þegar fulltrúar þeirra fóru í vettvangsferð til Malaví.

Styrkurinn nú varð drjúgt búsílag í fjölþættari og árangursríkari innanlandsaðstoð, en henni hefur vaxið fiskur um hrygg eftir að kreppan skall á. Meiri áhersla er lögð á forvarnir, þ.m. tækifæri til menntunar, þjálfunar og námskeiða til þess að geta betur markað sér leið fjarri fátækt. Efnislegur stuðningur og ráðgjöf er oft veitt samhliða meðan fólk er að vinna sig út úr vanda. Áhersla er á að láta börn finna sem minnst fyrir tekjustigi foreldra. Hjálparstarfið þakkar traustið til að koma þessum fjármunum í góðar þarfir.

Til baka