Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Styrkur til innanlandsaðstoðar úr Ólafíusjóði 21.12.2012

Þann 20. desember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formaður stjórnar Ólafíusjóðs, sem starfar á vegum íslenska safnaðarins í Noregi, Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð 75.000 norskar krónur, eða rúmlega ein og hálf milljón íslenskra króna, frá safnaðarfólki í Noregi. Er styrknum ætlað að renna til hjálparstarfs kirkjunnar á Íslandi fyrir jólin og vilja Íslendingar í Noregi með því leggja lið löndum sínum heima. Með styrknum fylgja hlýjar jólakveðjur.

Ólafíusjóður er nefndur í höfuðið á trúkonunni Ólafíu Jóhannsdóttur, sem starfaði meðal þeirra sem minnst máttu sín í Osló upp úr aldamótunum 1900.  Hlutverk sjóðsins er að aðstoða bágstadda Íslendinga bæði í Noregi og á Íslandi.

Ólafía var brautryðjandi í hjálparstarfi á sinni tíð og hafa Norðmenn heiðrað minningu hennar með ýmsum hætti. Brjóstmynd af Ólafíu stendur nærri Vaterlandbrúnni í Osló og í nágrenninu er gata nefnd eftir henni; Olafiagangen. Ólafía sinnti starfi sínu einkum meðal þeirra kvenna sem minnst máttu sín í samfélaginu og urðu að þola kynferðisofbeldi af ýmsu tagi. Þegar Norðmenn settu á stofn miðstöð fyrir leiðbeiningar um getnaðarvarnir og meðhöndlun kynsjúkdóma nefndu þeir hana því Olafiaklinikken í höfuðið á Ólafíu.

Íslenski söfnuðurinn í Noregi heiðrar einnig minningu Ólafíu með margvíslegum hætti og má nefna að í hverri messu fara fram samskot í hjálparsjóðinn sem ber nafn hennar og nú er veitt úr.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þennan góða stuðning.

Mynd: Sigríður Dúna og Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins.

Til baka