Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefur rúmlega 800.000 krónu 19.12.2012

 

Í dag kl. 13 komu jólasveinar klifrandi niður turn Laugarneskirkju, til að afhenda Hjálparstarfi kirkjunnar 20% af veltu Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tók við gjöfinni krónur 823.700 úr hendi Skyrgáms og Stekkjastaurs. Gluggagæir sat fastur á leið niður turninn og gat því ekki tekið þátt í afhendingunni.

Jólasveinaþjónusta Skyrgáms heimsækir hundruð leikskóla, fyrirtæki og einstaklinga fyrir jólin ár hvert. Þeir láta ekki nægja að skemmta börnum og fullorðnum , gefa í skóinn og prakkarast heldur láta gott af sér leiða. Á 13 ára starfsferli hefur jólasveinaþjónustan gefið Hjálparstarfinu tæplega 7 milljónir króna.

Hjálparstarf kirkjunnar færir þeim bestu þakkir fyrir. 

Til baka