Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jólasöfnun er í fullum gangi 19.12.2012

 

Jólasöfnun Hjálparstarf kirkjunnar er í fullum gangi. 800 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni. 1,5 milljón barna deyja á ári af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum.

Jólasöfnunin verður helguð því að tryggja fleirum aðgang að hreinu vatni.  Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar eru í þrem löndum Afríku: Malaví, Eþíópíu og Úganda. Fólki er útvegað drykkjarvatn en verkefnin eru nátengd fræðslu og framkvæmdum á sviði hreinlætis, fæðuöryggis og betri afkomu. Með nýfengnu vatni er fólki gert kleift að halda skepnur og veita vatni á grænmetisakra. Meiri uppskera sem ekki er háð veðri og afurðir af húsdýrum tryggja betur fæðuöryggi og fjölbreytni í mataræði sem eflir heilsu til sjálfshjálpar. Fyrir þá sem njóta gerir hreint vatn kraftaverk.

Yfirskrift söfnunarinnar er Hreint vatn gerir kraftaverkSend er valgreiðsla að upphæð 2.500 krónur í heimabanka landsmanna. 72 greiddar valgreiðslur eða 180.000 krónur duga fyrir góðum brunni sem sem gefur hreint vatn um langa framtíð.

Einnig er hægt að:

hringja í söfnunarsíma 907 2003 (2.500 kr.)
gefa framlag á framlag.is  
leggja inn á söfnunarreikning: 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

 
Til baka