Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Starfsólk Arion gefur matvæli og bankinn 5 milljónir 15.12.2009

Undanfarna daga hefur starfsfólk Arion banka safnað hátt í hálfu tonni af margvíslegum matvælum til að gefa í sameiginlega jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Stjórnendur bankans ákváðu jafnframt að leggja málefninu lið með fimm milljón króna peningagjöf í stað þess að senda viðskiptavinum bankans jólakort eða jólagjafir. Fulltrúar hjálparsamtakanna tóku á móti gjöfunum í dag 15. desember í úthlutunarmiðstöðinni að Norðlingabraut 12 í Reykjavík. Mynd frá vinstri: Erna Lúðvíksdóttir forstöðumaður sjálfboðamiðlunar RRKÍ, Ragnhildur Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd Rvk., Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, Birna Rún Gísladóttir starfsmaður Arion banka, Berghildur Erla Bernharðsdóttir upplýsingafulltrúi Arion banka og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir formaðu starfsmannafélags Arion banka.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þennan frábæra stuðning.

Til baka