Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Opinn fundur um fátækt 23. nóvember 07.11.2012

Býrð þú við eða hefur þú búið við fátækt og hefur skoðanir sem þú vilt koma á framfæri?

Föstudaginn 23. nóvember í húsnæði Samhjálpar, Stangarhyl 3a, kl. 13-15:30
verður haldinn opinn fundur á vegum EAPN á Íslandi, European Anti Poverty Network,
sam-evrópskra samtaka sem berjast fyrir félagslegu réttlæti og útrýmingu fátæktar í Evrópu.

·        Við ætlum að efna til opins samtals um hvernig við getum haft áhrif á umræðu og baráttu gegn fátækt.

·        Við ætlum að kynna samtökin, fyrir hvað við stöndum og fyrir hverja.

·        Við ætlum að kynna starf EAPN í Evrópu og sérstaklega hvað varðar þá sem búa við fátækt.

Á fundinum kynna 3 fulltrúar Íslands á ráðstefnu samtakanna í Brussel fyrr á árinu
niðurstöður þeirrar ráðstefnu sem fjallaði um heimilisleysi og húsnæðismál.

Allir velkomnir – Allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar

Til baka