Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Opinn fundur um FARSÆLD á Íslandi fimmtudag kl 14:30 í Þjóðminjasafninu 24.10.2012

 

Í framhaldi af skýrslu starfshóps um baráttu gegn fátækt á Íslandi, sem kom út 17. október s.l. verður  opinn fundur um FARSÆLD á Íslandi 25. október í bíósal Þjóðminjasafnsins kl. 14:30-16:00

Hópur fólks með yfirgripsmikla sérþekkingu á kjörum fátækra á Íslandi kynnir nýja skýrslu og markvissar tillögur til að auka farsæld í samfélaginu okkar og útrýma langvarandi fátækt.

Kynnt er nýtt sjónarhorn þar sem áherslan er á getu en ekki vanmátt, ábyrgð í stað afskiptaleysis, möguleika umfram hindranir.

Mælt er fyrir samfélagssáttmála sem felur í sér mannréttindi, samhliða kröfunni um ábyrgð hvers og eins um leið og samfélagið tryggir tækifæri til þátttöku. Stuðningur samfélagsins á ekki að vera ölmusa  heldur stuðla að mannlegri reisn.

Við viljum fá þig með í umræðurnar - vertu  með í að skapa hugarfarsbreytingu öllum til farsældar.

Til baka