Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Ný skýrsla um fátækt á Íslandi 17.10.2012

Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra var í dag afhend skýrslan Farsæld, barátta gegn fátækt á Íslandi, í Þjóðminjasafninu. Að skýrslunni komu fjölmargir aðilar en fulltrúar frá Rauða krossinum í Reykjavík, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Félagsráðgjafardeild HÍ, Þjóðkirkjunni og Hjálparstarfi kirkjunnar unnu skýrsluna.

Mynd: Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Katla Þorsteinsdóttir frá Rauða krossinum í Reykjavík,  Hrafnhildur Gísladóttir frá Rauða krossinum í Reykjavík, Birna Sigurðardóttir frá  Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Bjarni Karlsson sóknarprestur Laugarneskirkju, Vilborg Oddsdóttir frá Hjáparstarfi kirkjunnar.  

Í kaflanum Samandregnar niðurstöður segir:

Íslenskt samfélag hefur sett sér skráðar og óskráðar reglur um virðingu fyrir mannréttindum sem endurspeglast í því að meginþorri landsmanna býr við góðar aðstæður, lífskjör og hagsæld. 

Á hverjum tíma virðist þó hluti landsmanna finna sig í erfiðri stöðu og nýtur ekki ásættanlegra lífsgæða. Hinn óskráði samfélagssáttmáli er í sífelldri mótun. Hér eru þau sjónarmið kynnt að hann skuli fela í sér mannréttindi, samhliða kröfunni um ábyrgð hvers einstaklings, um leið og samfélagið tryggir tækifæri til þátttöku. Stuðningur samfélagsins verði ekki í formi ölmusu heldur stuðli að mannlegri reisn.

Ábendingar og tillögur í þessari samantekt fjalla um nokkrar tilgreindar fátæktargildur sem eru í samfélaginu. Til að bæta þar úr þarf samhæfingu, lagfæringar eða breyttar áherslur hvað varðar einstaka þætti velferðarkerfisins, atvinnulífs og félagasamtaka.

Helstu ábendingar og tillögur:

·           Gert verði fræðsluátak um hugtakið velferð með áherslu á samfélagssáttmála sem felur í sér mannréttindi , félagsauð, valdeflingu og þátttöku allra.

·           Að unnið verði með fátækt á grundvelli gæða fremur en skorts, því komi mat á virkni í stað mats á skerðingu.

·           Sett verði á fót sjálfboðamiðlun þar sem félög og stofnanir geti náð til fólks sem vill nýta krafta sína og hæfni í sjálfboðavinnu í því skyni að auka þátttöku og                                 tækifæri til samhjálpar. 

·           Skilgreindar verði leiðir af hálfu sveitarfélaga til að ívilna frjálsum félagasamtökum sem vilja koma til samstarfs um tækifæri fyrir sjálfboðaliða.

·           Hið opinbera komi með enn fjölbreyttari hætti en gert er til móts við atvinnufyrirtæki sem gefa fólki ný tækifæri á vinnumarkaðnum.

·           Gert verði samkomulag um skilgreind grunnframfærsluviðmið sem tryggir að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.

·           Gert verði samkomulag um skilgreind þátttökuviðmið sem tryggja að samfélagið gefi öllum skýr skilaboð um að öllu fólki sé tryggt tækifæri til þátttöku og búist sé við þátttöku allra.

·           Markvisst verði notast við þjónustu samhæfingaraðila þegar einstaklingar eða fjölskyldur þurfa margháttaða aðstoð.

·           Velferðarreiknir þarf að líta dagsins ljós.

·           Stofna þarf til embættis sérfræðings um málefni fátækra hjá forsætisráðuneyti. Hlutverk hans væri að safna vitneskju og miðla upplýsingum milli stofnana og kerfa, jafnframt því að setja fram tillögur um betri samþættingu velferðarþjónustunnar.Íslenskt samfélag hefur sett sér skráðar og óskráðar reglur um virðingu fyrir mannréttindum sem endurspeglast í því að meginþorri landsmanna býr við góðar aðstæður, lífskjör og hagsæld.

Á hverjum tíma virðist þó hluti landsmanna finna sig í erfiðri stöðu og nýtur ekki ásættanlegra lífsgæða. Hinn óskráði samfélagssáttmáli er í sífelldri mótun. Hér eru þau sjónarmið kynnt að hann skuli fela í sér mannréttindi, samhliða kröfunni um ábyrgð hvers einstaklings, um leið og samfélagið tryggir tækifæri til þátttöku. Stuðningur samfélagsins verði ekki í formi ölmusu heldur stuðli að mannlegri reisn.

Ábendingar og tillögur í þessari samantekt fjalla um nokkrar tilgreindar fátæktargildur sem eru í samfélaginu. Til að bæta þar úr þarf samhæfingu, lagfæringar eða breyttar áherslur hvað varðar einstaka þætti velferðarkerfisins, atvinnulífs og félagasamtaka.

Skýrsluna má lesa hér.

Til baka