Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Starfsskýrsla 2011-2012 komin út 01.10.2012

Aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar var haldinn síðastliðinn laugardag 29. september í safnaðarheimili Grensáskirkju. Eftir helgistund í kirkjunni sem sr. Ólafur Jóhannsson sá um fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, Ingibjörg Pálmadóttir formaður stjórnar kynntu störf hennar, stjórnarkjör, starfsskýrsla kynnt og endurskoðaðir reikningar lagðir fyrir og samþykktir. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir ávarpaði fundinn, Sigurður Kr. Erlingsson sagði frá ráðgjöf sem hann veitir skjólstæðingum Hjálparstarfsins og góðir gestir frá Malaví, Innocent Kaphinde og Donia Phiri kynntu sig og sungu þrjú lög við mikinn fögnuð viðstaddra. En þau munu næstu vikurnar heimsækja fermingarbörn um allt land, segja frá lífi sínu og aðstæðum í Malaví og syngja fyrir þau. Um 40 manns tóku þátt í góðum umræðum um starfið, möguleikum á að auka enn upplýsingagjöf út í samfélagið um það mikla starf sem er í gangi og að efla stuðninginn. Starfsskýrsla er gefin út í tveim útgáfum lengri og ýtarlegri má sjá hér og styttri útgáfu má sjá hér.

Til baka