Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Komum heiminum í "lag" - tónleikar á Café Rósenberg laugardagskvöld 19.09.2012

Jón Jónsson, Friðrik Dór, Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör og Varsjárbandalagið koma fram á tónleikum á Café Rosenberg næstkomandi laugardagskvöld kl. 22.00. Tónleikarnir eru hluti af átaki frjálsra félagasamtaka í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands um gildi og mikilvægi þróunarsamvinnu.

Með tónleikunum er sleginn lokatónninn í átakinu sem ber yfirskriftina „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en það hefur staðið frá því á mánudag. Makmið þess er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

Undirtitill átaksins í ár var „Komum heiminum í lag“ en félagasamtökin fengu landsþekkta tónlistarmenn til að leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í „lag“. Tónlistarmennirnir sömdu fimm mismunandi lög við texta Sævars Sigurgeirssonar og hefur eitt lag verið frumflutt á dag á Rás 2 og netinu þessa vikuna. Þessir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum á Rósenberg. Þá hefur almenningur spreytt sig á lagasmíð við texta Sævar og sent inn lög á Fésbókarsíðu átaksins. Eitt þessara laga verður valið til flutnings á tónleikunum á laugardagskvöldið.

Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 22.00 og aðgangseyrir er kr. 1.000.

Að átakinu standa ABC barnahjálp, Afríka 20:20, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorpin á Íslandi, UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Til baka