Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Álftnesingar gefa Aukapoka 13.12.2009

Álftnesingar héldu mikla aðventugleði á laugardag og gáfu í kjölfarið rúmlega 200 aukapoka í matarbúr Hjálparstarfsins. Foreldrafélag Álftanesskóla og Foreldrafélög leikskólanna stóðu að fjöldbreyttu gamni og gleði á skólasvæðinu og ljóst að náungakærleikurinn var fólki ofarlega í huga. Fötum var safnað fyrir Rauða krossinn, pökkum fyrir Mæðrastyrksnefnd og mat fyrir Hjálparstarfið. Innkaupapokum frá Krónunni var dreift í hús daginn áður en Krónan er einn af samstarfsaðilum Hjálparstarfsins um Aukapokann. Hjálparstarfið þakkar framkvæmdaraðilum og Álftnesingum innilega fyrir stuðninginn. Hann kemur sér sannarlega vel.

Til baka